Vandamál varðandi prentgæði lita

Breyta litum í prentuðu úttaki

  1. Á heimaskjánum, snertu Stillingar > Prenta > Gæði > Þróuð myndvinnsla > Litaleiðrétting .

  2. Í valmynd fyrir Litaleiðréttingu snertu Handvirk > Litaleiðrétting innihalds. .

  3. Veldu viðeigandi stillingu fyrir litabreytingu.

    Gerð hlutar

    Litaleiðréttingartöflur

    RGB-mynd

    RGB-texti

    RGB-teikningar

    • Líflegt—Býr til bjartari og mettaðri liti og er hægt að nota á öll litasnið.

    • sRGB skjár—Býr til útprentun sem líkist litunum sem eru sýndir á tölvuskjá. Notkun á svörtum prentlit er hámörkuð fyrir prentun á ljósmyndum.

    • Skjár-réttur svartur—Býr til útprentun sem líkist litunum sem eru sýndir á tölvuskjá. Þessi stilling notar aðeins svartan prentlit til að búa til öll stig á hlutlausum gráum lit.

    • sRGB líflegt—Gefur aukna litamettun fyrir litaleiðréttingu á sRGB skjá. Notkun á svörtum prentlit er hámörkuð fyrir prentun á skýringarmyndum.

    • Slökkt

    CMYK-mynd

    CMYK-texti

    CMYK-teikningar

    • Bandariskt CMYK—Beitir litaleiðréttingu til að námunda SWOP (Specifications for Web Offset Publishing) litaútprentun.

    • Evrópskt CMYK—Beitir litaleiðréttingu til að námunda Euroscale litaútprentun.

    • Líflegt CMYK—Eykur litamettun á stillingu á litaleiðréttingu bandarísks CMYK.

    • Slökkt


Algengar spurningar um litaprentun

Hvað er RGB-litur?

RGB-litur er aðferð til að lýsa litum með því að tilgreina magn af rauðu, grænu eða bláu sem þarf til að framleiða ákveðin lit. Hægt er að blanda saman rauðu, grænu og bláu ljósi í mismunandi magni til að búa til stórt litasvið sem er að finna í náttúrunni. Tölvuskjáir, skannar og stafrænar myndavélar nota þessa aðferð til að sýna liti.

Hvað er CMYK-litur?

CMYK-litur er aðferð til að lýsa litum með því að tilgreina magn af bláu, rauðu, gulu og svörtu sem þarf til að búa til ákveðin lit. Hægt er að prenta með bláum, rauðum, gulum og svörtum prentlit í mismunandi magni til að búa til stórt litasvið sem er að finna í náttúrunni. Prentvélar, bleksprautuprentarar og litaleysiprentarar búa til liti á þennan hátt.

Hvernig á að prenta lit sem er skilgreindur í skjali?

Hugbúnaður er notaður til að skilgreina og breyta litum í skjali með því að nota litasamsetningar RGB eða CMYK. Varðandi frekari upplýsingar sjá hjálparatriði fyrir hugbúnaðinn.

Hvernig veit prentarinn hvaða lit á að prenta?

Þegar skjal er prentað eru upplýsingar sem lýsa gerð og lit hvers hlutar sendar til prentara og fara fram í gegnum litabreytitöflur. Litur er skilgreindur í viðeigandi magni af bláum, rauðum, gulum og svörtum prentlit sem notaður er til að framleiða litina sem þú vilt. Upplýsingar um hlut ákvarða beitingu á litaleiðréttingartöflum. Til dæmis, það er hægt að beita einni gerð af litaleiðréttingartöflu á texta en beita annarri litaleiðréttingartöflu á ljósmyndir.

Hvað er handvirk litaleiðrétting?

Þegar handvirk litaleiðrétting er virk, notar prentarinn notandavaldar litaleiðréttingartöflur til að vinna hluti. Handvirkar stillingar litaleiðréttingar eru sérstakar fyrir gerð hlutarins sem verið er að prenta (texti, grafík eða myndir). Það er einnig sértækt hvernig liturinn á hlutnum er tilgreindur í hugbúnaðinum (RGB eða CMYK samsetningar). Til að nota mismunandi litabreytitöflu handvirkt, sjá Breyta litum í prentuðu úttaki .

Ef forritið tilgreinir ekki liti með RGB eða CMYK samsetningum, þá er handvirk litleiðrétting ekki gagnleg. Hún er heldur ekki skilvirk ef hugbúnaður eða stýrikerfi tölvu stjórnar aðlögun lita. Með því að stilla litaleiðréttingu á sjálfvirkt býr það í flestum tilfellum æskilega liti fyrir skjölin.

Hvernig get ég ná samsvörun á sérstökum lit (til dæmis fyrirtækislógói)?

Níu gerðir af litasýnishornum eru tiltækar í gæðavalmynd prentara. Þessi stillisett eru einnig í boði á sýnishornasíðu lita í innbyggða netþjóninum. Með því að velja einhvert sýnishorn býr það til margra síðna útprentun sem samanstendur af hundruðum af lituðum reitum. Hver reitur inniheldur samsetningu á CMYK eða RGB, sem fer eftir töflu sem var valin. Litnum sem fram kemur í hverjum reit er náð með því að setja CMYK eða RGB samsetningu sem kemur fram í reitnum í gegnum valda litaleiðréttingartöflu.

Með því að skoða litasýnishornin getur þú fundið reitinn með þeim lit sem er næstur þeim lit sem á að samsvara. Litasamsetninguna sem er merkt á reitnum er síðan hægt að nota til að breyta lit á hlut í hugbúnaði. Varðandi frekari upplýsingar sjá hjálparatriði fyrir hugbúnaðinn. Handvirk litaleiðrétting kann að vera nauðsynlegt til að nota völdu litaleiðréttingartöfluna fyrir tiltekna hlutinn.

Val á hvaða stillingu litasýnishorna á að nota fyrir vandamál tiltekinnar litasamsvörun fer eftir:

  • Stillingu litaleiðréttingar sem verið er að nota (Sjálfvirkt, slökkt eða handvirkt)

  • Gerð hlutar sem verið er að prenta (texti, grafík eða myndir)

  • Hvernig liturinn á hlutnum er tilgreindur í hugbúnaðinum (RGB eða CMYK samsetningar).

Ef forritið tilgreinir ekki liti með RGB eða CMYK samsetningum, þá eru sýnishornasíður lita ekki gagnlegar. Að auki stillir sumt af hugbúnaði RGB eða CMYK samsetningar sem tilgreindar eru í forritinu í gegnum litastjórnun. Í þessu tilvikum kann útprentun á lit ekki að vera nákvæm samsvörun á sýnishornasíðu lita.

Útprentunin virðist lituð

Aðgerð

Nei

Skref 1

Framkvæma Litastillingu.

  1. Á heimaskjánum, snertu Stillingar > Prenta > Gæði > Þróuð myndvinnsla > Litastilling .

  2. Prentaðu skjalið.


Virðist útprentun enn lituð?

Farðu í skref 2.

Vandamálið er leyst.

Skref 2

Framkvæma Litajafnvægi.

  1. Á heimaskjánum, snertu Stillingar > Prenta > Gæði > Þróuð myndvinnsla > Litajafnvægi .

  2. Aðlagaðu stillingarnar.

  3. Prentaðu skjalið.


Virðist útprentun enn lituð?

Hafa samband við stuðning viðskiptavina .

Vandamálið er leyst.