Stillinga forrita og lausna

Setja upp skönnunarmiðstöð

  1. Í stjórnborðinu velur þú Skönnunarmiðstöð .

  2. Veldu og búðu til ákvörðunarstað og settu upp stillingarnar.

    Athugasemd:  Aðeins ákvörðunarstaðir búnir til frá innbyggða vefþjóninum eru vistaðir. Skoðaðu skjölin sem fylgdu með lausninni varðandi frekari upplýsingar.
  3. Skannaðu skjalið.

Notkun sérsniðs skjás

Notkun sérsniðs skjás

Athugasemd:  Gakktu úr skugga um að stillingar fyrir Skjáhvílu, Skyggnusýningu og veggfóður séu virkar í innbyggða vefþjóninum. Farðu í Forrit > Sérsníða skjá > Uppsetning .
Stjórna myndum fyrir skjáhvílu og myndasýningu
  1. Í hlutanum Skjáhvíla og Myndasýningar skaltu bæta við, breyta eða eyða mynd.

    Athugasemdir:

    • Þú getur bætt við allt að 10 myndum.
    • Þegar virkt þá birtast stöðutákn aðeins á skjáhvílu þegar villur, viðvaranir eða tilkynningar frá skýi eru til staðar.
  2. Framkvæma breytingar.

Breyta um mynd veggfóðurs
  1. Í stjórnborðinu velur þú Breyta veggfóðri .

  2. Veldu mynd til að nota.

  3. Framkvæma breytingar.

Keyra myndasýningu frá minniskorti
  1. Settu minniskort í USB-tengið.

  2. Í stjórnborðinu velur þú Skyggnusýning .

  3. Athugasemd:  Þú getur fjarlægt minniskortið eftir að myndasýningin byrjar en myndirnar eru ekki vistaðar í prentaranum. Ef myndasýningin stöðvast, settu minniskortið inn aftur til að skoða myndirnar.

Stilling bókamerkja

Búa til bókmerki
  1. Opnaðu vafra og skráðu IP-tölu prentarans í svæði vistfangs.

    Athugasemdir:

    • Skoða IP-tölu prentara á heimaskjá prentarans. IP-talan birtist sem fjögur sett af tölum sem eru aðskildar af punktum, svo sem 123.123.123.123.
    • Ef verið er að nota staðgengilsþjón (proxy), gerðu hann óvirkan tímabundið til að opna vefsíðuna rétt.
  2. Smelltu á Bókamerki > Bæta við bókamerki og sláðu svo inn heiti bókamerkis.

  3. Veldu gerð samskiptareglu Vistfangs og gerðu síðan eitt af eftirfarandi:

    • Fyrir HTTP og HTTPS, skráðu vefsíðuslóðina sem þú vilt bókmerkja.

    • Fyrir HTTPS, vertu viss um að nota heiti hýsils í stað IP-tölu. Til dæmis, skráðu myWebsite.com/sample.pdf í stað þess að skrá 123.123.123.123/sample.pdf . Vertu einnig viss um að heiti hýsils samsvari einnig gildi almenns heitis (CN) í vottorði netþjóns. Nánari upplýsingar um að fá CN-gildi í vottorði netþjóns er að finna í hjálparupplýsingum fyrir vafrann þinn.

    • Fyrir FTP, skráðu FTP vistfangið. Til dæmis, myServer/myDirectory . Skráðu númer FTP-tengis. Tengi 21 er sjálfvalið tengi til að senda skipanir.

    • Fyrir SMB, skráðu vistfang fyrir möppu á netinu. Til dæmis, myServer/myShare/myFile.pdf . Skráðu heiti á léni netkerfis.

    • Ef þörf krefur, veldu gerð sannvottunar fyrir FTP og SMB.

    Skráðu PIN-númer til að takmarka aðgengi að bókmerkinu.

    Athugasemd:  Forritið styður eftirfarandi gerðir skráa: PDF, JPEG og TIFF. Aðrar gerðir á skrám, svo sem DOCX og XLSX eru studdar í sumum gerðum prentara.
  4. Smelltu á Vista .

Búa til möppur
  1. Opnaðu vafra og skráðu IP-tölu prentarans í svæði vistfangs.

    Athugasemdir:

    • Skoða IP-tölu prentara á heimaskjá prentarans. IP-talan birtist sem fjögur sett af tölum sem eru aðskildar af punktum, svo sem 123.123.123.123.
    • Ef verið er að nota staðgengilsþjón (proxy), gerðu hann óvirkan tímabundið til að opna vefsíðuna rétt.
  2. Smelltu á Bókmerki > Bæta við möppu , og skrá síðan nafn á möppu.

    Athugasemd:  Skráðu PIN-númer til að takmarka aðgengi að möppunni.
  3. Smelltu á Vista .

Stilling heimilisfangabókar

bæta við tengiliðum
  1. Opnaðu vafra og skráðu IP-tölu prentarans í svæði vistfangs.

    Athugasemdir:

    • Skoða IP-tölu prentara á heimaskjá prentarans. IP-talan birtist sem fjögur sett af tölum sem eru aðskildar af punktum, svo sem 123.123.123.123.
    • Ef verið er að nota staðgengilsþjón (proxy), gerðu hann óvirkan tímabundið til að opna vefsíðuna rétt.
  2. Smelltu á Heimilisfangabók og smelltu svo á Bæta við tengilið .

  3. Skilgreindu innskráningaraðferð ef þörf krefur til að leyfa aðgengi að forritum.

  4. Smelltu á Vista .

Bæta við hópum
  1. Opnaðu vafra og skráðu IP-tölu prentarans í svæði vistfangs.

    Athugasemdir:

    • Skoða IP-tölu prentara á heimaskjá prentarans. IP-talan birtist sem fjögur sett af tölum sem eru aðskildar af punktum, svo sem 123.123.123.123.
    • Ef verið er að nota staðgengilsþjón (proxy), gerðu hann óvirkan tímabundið til að opna vefsíðuna rétt.
  2. Smelltu á Heimilisfangabók og smelltu svo á Bæta við tengilið .

    Athugasemd:  Þú getur sett einn eða fleiri tengiliði í hópinn.
  3. Smelltu á Vista .