Nettenging

Þessi vara er ekki með þráðlausa nettækni. Til að virkja þráðlaust net skaltu kaupa og setja upp eftirfarandi valbúnað:

MarkNet™ N8372 Wireless Print Server

Eftirfarandi leiðbeiningar eiga aðeins við ef valbúnaðurinn hefur verið settur upp. Frekari upplýsingar um uppsetningu valbúnaðarins eru í hlutanum „Setja upp þráðlausan prentþjón“.

Tengja prentarann við þráðlaust netkerfi (Wi-Fi)

Áður en þú byrjar, vertu viss um:

Nota stjórnborð prentara
  1. Frá heimaskjánum, snertu Stillingar > Netkerfi/tengi > Þráðlaust > Uppsetning á stjórnborði prentara > Velja netkerfi.

  2. Veldu þráðlaust netkerfi og skráðu síðan aðgangsorð netkerfis.

  3. Athugasemd: Fyrir prentara sem eru tilbúnir fyrir þráðlaus netkerfi (Wi-Fi) birtist kvaðning til að setja upp þráðlaust netkerfi við fyrstu uppsetningu.
Nota „Lexmark Mobile Assistant“
  1. Það fer eftir þínu fartæki, hladdu niður Lexmark Mobile Assistant forritinu annað hvort frá App Store eða Google PlayTM.

  2. Frá heimaskjánum, snertu Stillingar > Netkerfi/tengi > Þráðlaust > Uppsetning með forriti fartækis > Auðkenni prentara.

  3. Gangsettu forritið frá þínu fartæki og samþykktu síðan notkunarskilmálana.

    Athugasemd: Fáðu heimildir ef þörf krefur.
  4. Pikkaðu á Tengjast prentara > Fara í stillingar fyrir þráðlaust net (Wi-Fi).

  5. Tengdu fartækið þitt við þráðlaust netkerfi prentara

  6. Farðu til baka í forritið og pikkaðu síðan á Setja upp þráðlausa tengingu

  7. Veldu þráðlaust netkerfi og skráðu síðan aðgangsorð netkerfis.

  8. Pikkaðu á Búið.

Tengja prentarann við þráðlaust netkerfi með því að nota verndaða þráðlausa uppsetningu (WPS)

Áður en þú byrjar, vertu viss um:

Nota stillingaraðferð með hnöppum
  1. Frá heimaskjánum, snertu Stillingar > Netkerfi/tengi > Þráðlaust > Vernduð þráðlaus uppsetning (Wi-Fi Protected Setup (WPS)) > Aðferð með hnöppum.

  2. Fylgdu leiðbeiningum á skjánum.

Nota aðferð persónuauðkennanlegs númers (PIN)
  1. Frá heimaskjánum, snertu Stillingar > Netkerfi/tengi > Þráðlaust > Vernduð þráðlaus uppsetning (Wi-Fi Protected Setup (WPS)) > Aðferð með PIN.

  2. Afritaðu átta stafa PIN fyrir WPS.

  3. Opnaðu vafra og skráðu síðan IP-tölu aðgangsstaðarins í svæði vistfangs.

    Athugasemdir:

    • Skoðaðu skjölin sem fylgdu með aðgangsstaðnum til að þekkja IP-töluna.
    • Ef verið er að nota staðgengilsþjón (proxy), gerðu hann óvirkan tímabundið til að opna vefsíðuna rétt.
  4. Aðgengi að WPS-stillingum. Skoðaðu skjölin sem fylgdu með aðgangsstaðnum varðandi frekari upplýsingar.

  5. Skráðu átta stafa PIN-númer, og vistaðu síðan breytingarnar.

Stilla Wi-Fi Direct

Wi-Fi Direct er jafningjatækni byggð á Wi-Fi sem gerir þráðlausum tækjum kleift að tengjast beint við Wi-Fi Direct virkan prentara án þess að nota aðgangsstað (þráðlausan beini).

  1. Frá heimaskjánum, snertu Stillingar > Netkerfi/tengi > ÞráðlaustWi-Fi Direct.

  2. Settu upp stillingarnar.

    • Virkja Wi-Fi Direct—Gerir prentaranum kleift að senda út sitt eigið Wi-Fi Direct net.

    • Wi-Fi Direct heiti—Úthlutar heiti fyrir Wi-Fi Direct netkerfið.

    • Wi-Fi Direct aðgangsorð—Úthlutar aðgangsorðinu til að semja um þráðlaust öryggi þegar notuð er tenging milli jafningja.

    • Sýna aðgangsorð á uppsetningarsíðu—Sýnir aðgangsorðið á uppsetningarsíðu netkerfis.

    • Samþykkja sjálfvirkt beiðni ýtihnappa—Lætur prentaranns amþykkja tengibeiðnir sjálfvirkt.

      Athugasemd: Samþykki á beiðni ýtihnappa er ekki öruggt.
  3. Athugasemdir:

Tengja fartæki við prentarann

Gangtu úr skugga um að Wi-Fi Direct hafi verið sett upp áður en þú tengir fartækið þitt. Varðandi frekari upplýsingar, sjá Stilla Wi-Fi Direct.

Tengja með því að nota Wi-Fi Direct
Athugasemd: Þessar leiðbeiningar eiga aðeins við um Android fartæki.
  1. Farðu í valmynd stillinga á fartækinu.

  2. Virkjaðu Wi-Fi, og smelltu síðan á Wi-Fi Direct.

  3. Veldu heiti á Wi-Fi Direct prentara.

  4. Staðfestu tenginguna á stjórnborði prentarans.

Tengja með því að nota Wi-Fi
  1. Farðu í valmynd stillinga á fartækinu.

  2. Smelltu á Wi-Fi, veldu síðan heiti á Wi-Fi Direct prentara.

    Athugasemd: Strengnum DIRECT-xy (þar sem x og y eru tvö staftákn af handahófi) er bætt fyrir framan heitið á Wi-Fi prentaranum.
  3. Skráðu aðgangsorð Wi-Fi Direct.

Tengja tölvu við prentarann

Gangtu úr skugga um að Wi-Fi Direct hafi verið uppsett áður en tölvan er tengd. Varðandi frekari upplýsingar, sjá Stilla Wi-Fi Direct.

Fyrir Windows-notendur
  1. Opnaðu Prentarar og skannar, og smelltu síðan á Bæta við prenarar eða skanner.

  2. Smelltu á Sýna Wi-Fi Direct prentara, veldu síðan heiti á Wi-Fi Direct prentara.

  3. Taktu eftir átta stafa PIN prentarans á skjá prentarans.

  4. Skráðu PIN á tölvunni.

  5. Athugasemd: Ef prentrekill er ekki þegar uppsettur, þá hleður Windows niður viðeigandi rekli.
Fyrir Macintosh-notendur
  1. Smelltu á þráðlausa táknið og veldu síðan heiti á Wi-Fi Direct prentaranum.

    Athugasemd: Strengnum DIRECT-xy (þar sem x og y eru tvö staftákn af handahófi) er bætt fyrir framan heitið á Wi-Fi prentaranum.
  2. Skráðu aðgangsorð Wi-Fi Direct.

Athugasemd: Settu tölvuna aftur í fyrra netkerfi eftir að hafa aftengt frá netkerfi Wi-Fi Direct.

WI-Fi netið gert óvirkt

  1. Á heimaskjánum, snertu Stillingar > Netkerfi/tengi > Yfirlit netkerfis > Virkur tengibúnaður > Staðalnetkerfi.

  2. Fylgdu leiðbeiningum á skjánum.

Athugun á tengingu prentarans

  1. Frá heimaskjánum, snertu Stillingar > Skýrslur > Netkerfi > Uppsetningarsíða netkerfis.

  2. Athugaðu fyrsta kaflann í uppsetningarsíðu netkerfis, og staðfestu að staðan sé Tengdur.

    Ef staðan er ekki tengdur, þá kann tengistaður við netið að vera ekki virkur eða netkapalinn er ekki tengdur eða í lagi. Hafðu samband við þinn kerfisstjóra varðandi aðstoð.