Yfirlýsingar um vöruna

staðalavarúðartákn VARÚЗHUGSANLEG HÆTTA: Til að koma í veg fyrir hættu á eldsvoða eða raflosti tengið rafmagnssnúruna við innstungu með viðeigandi getu og rétta jarðtengingu sem er nálægt vörunni og auðveldlega aðgengileg.
staðalavarúðartákn VARÚЗHUGSANLEG HÆTTA: Til að koma í veg fyrir hættu á eldsvoða eða raflosti notið aðeins rafmagnssnúruna sem fylgdi með þessari vöru eða viðurkenndri skiptivöru frá framleiðanda.
staðalavarúðartákn VARÚЗHUGSANLEG HÆTTA: Ekki nota þessa vöru með framlengingarsnúrum, fjöltengjum eða varaspennugjafa (UPS). Straumgeta á þessum tegundum aukahluta getur hæglega verið yfirhlaðin af leysiprentara og getur leitt til hættu á eldsvoða, eignatjóni, eða lélegri frammistöðu prentara.
staðalavarúðartákn VARÚЗHUGSANLEG HÆTTA: Aðeins má nota Lexmark yfirspennuvara í lögn sem er rétt tengdur á milli prentara og rafmagnsleiðslu sem fylgir með prentaranum með þessari vöru. Notkun á yfirspennuvörn frá öðrum en Lexmark getur leitt til eldhættu, eignatjóns eða lélegri frammistöðu prentarans.
staðalavarúðartákn VARÚЗHUGSANLEG HÆTTA: Til að draga úr hættu á eldsvoða, notið aðeins 26 AWG eða stærri samskiptasnúru (RJ-11) þegar þessi vara er tengd við almennt símkerfi. Fyrir notendur í Ástralíu veður snúran að vera samþykkt af yfirvöldum samskipta og miðla í Ástralíu (Australian Communications and Media Authority).
varúðartákn hætta á raflosti VARÚЗHÆTTA Á RAFLOSTI: Til að koma í veg fyrir hættu á raflosti, ekki setja þessa vöru upp eða nota nálægt vatni eða blautum stöðum.
varúðartákn hætta á raflosti VARÚЗHÆTTA Á RAFLOSTI: Til að koma í veg fyrir hættu á raflosti skal ekki setja upp þessa vöru eða tengja einhverjar rafmagns- og kaplatengingar, svo sem rafmagnsleiðslu, faxeiginleika eða síma, á meðan á eldingarveður gengur yfir.
staðalavarúðartákn VARÚЗHUGSANLEG HÆTTA:  Ekki skera, snúa, binda, klemma eða setja þunga hluti á rafmagnsleiðsluna. Ekki láta rafmagnsleiðsluna verða fyrir núningi eða álagi. Ekki klemma rafmagnssnúruna á milli hluta svo sem húsgagna og veggs. Ef eitthvað af þessu gerist, er hætta á bruna eða raflosti. Skoðið rafmagnssnúruna reglulega varðandi slík einkenni. Taktu rafmagnssnúruna úr sambandi við rafstraum áður en hún er skoðuð.
varúðartákn hætta á raflosti VARÚЗHÆTTA Á RAFLOSTI: Til að koma í veg fyrir hættuna á raflosti, skal ganga úr skugga um að allar ytri tengingar (t.d. ethernet og símatengingar) eru rétt tengdar í merktum tengjum þeirra.
varúðartákn hætta á raflosti VARÚЗHÆTTA Á RAFLOSTI: Til að koma í veg fyrir hættuna á raflosti, ef þú ert að fá aðgang að stjórnborði eða setja upp viðbótarvélbúnað eða minnisbúnað eftir að prentarinn var settur upp, þá skal slökkva á prentaranum og taka rafmagnssnúruna úr sambandi við rafmagn áður en haldið er áfram. Ef þú hefur einhverjar önnur tæki áföst prentaranum, þá skal einnig slökkva á þeim og taka snúrur sem fara í prentarann úr sambandi.
varúðartákn hætta á raflosti VARÚЗHÆTTA Á RAFLOSTI: Til að koma í veg fyrir hættu á raflosti, notið ekki fax eiginleikann í þrumuveðri.
varúðartákn hætta á raflosti VARÚЗHÆTTA Á RAFLOSTI: Til að koma í veg fyrir hættu á raflosti þegar verið er að þrífa prentarann að utan, takið rafmagnssnúruna úr sambandi úr innstungunni og aftengið allar snúrur frá prentaranum áður en haldið er áfram.
staðalavarúðartákn VARÚЗHUGSANLEG HÆTTA: Ef þyngd prentarans er meiri en 20 kg (44 lb), þá kann það að þarfnast tveggja eða fleiri manna til að lyfta honum á öruggan hátt.
staðalavarúðartákn VARÚЗHUGSANLEG HÆTTA: Fylgdu þessum leiðbeiningum þegar verið er að flytja prentarann til að koma í veg fyrir slys eða skemmdir á prentaranum:
varúðartákn hætta á að velta VARÚЗHÆTTA Á AÐ VELTA: Uppsetning á einum eða fleiri valkostum á þínum prentara eða fjölnotatæki (MFP) getur krafist undirstöðu á hjólum, húsgagni eða öðrum eiginleika til að koma í veg óstöðugleika sem getur valdið hugsanlegum meiðslum. Fyrir frekari upplýsingar um studdar uppsetningar, sjá. www.lexmark.com/multifunctionprinters.
varúðartákn hætta á að velta VARÚЗHÆTTA Á AÐ VELTA: Til að draga úr hættu á óstöðugleika búnaðar, hlaðið hvern bakka fyrir sig. Haldið öllum öðrum bökkum lokuðum þar til þörf er á.
varúðartákn heitt yfirborð VARÚЗHEITT YFIRBORÐ: Prentarinn kann að vera heitur að innanverðu. Til að draga úr hættu á meiðslum frá heitum hlut, leyfið yfirborðinu að kólna áður en það er snert.
varúðartákn hætta á að klemmast VARÚЗHÆTTA Á AÐ KLEMMAST: Til að koma í veg fyrir hættu á meiðslum vegna þess að klemmast, sýnið aðgát á svæðum sem merkt eru með þessu merki. Meiðsl vegna þess að klemmast geta átt sér stað í kring um hreyfanlega hluti, svo sem tannhjól, hurðir, bakka og hlífar.
staðalavarúðartákn VARÚЗHUGSANLEG HÆTTA:  Ekki er ætlast til þess að litíum rafhlöðunni í þessari vöru sé skipt út. Það er hætta á sprengingu ef litíum rafhlöðunni er rangt skipt út. Ekki endurhlaða, taka í sundur eða brenna litíum rafhlöðu. Fargið notuðum litíum rafhlöðum í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda og staðbundnar reglugerðir.

Þessi vara er hönnuð, prófuð og samþykkt til að uppfylla stranga alþjóðlega staðla um öryggi við notkun skilgreindum efnisþáttum framleiðanda. Öryggiseiginleikar sumra hluta eru ekki alltaf augljósir. Framleiðandinn er ekki ábyrgur gagnvart notkun á öðrum varahlutum.

Vísa þjónustu eða viðgerðum, öðru en sem er lýst í notendahandbók, til þjónustuaðila.

GEYMIÐ ÞESSAR LEIÐBEININGAR.