Vandamál við skönnun

Get ekki skannað til tölvu

Aðgerð

Nei

Skref 1

Framkvæma verk í afritun.


Heppnaðist verk í afritun?

Farðu í skref 3.

Farðu í skref 2.

Skref 2

  1. Slökktu á prentaranum, bíddu síðan í um það bil 10 sekúndur, og kveiktu síðan á honum aftur.

  2. Skannaðu skjalið.


Getur þú skannað skjal til tölvu?

Vandamálið er leyst.

Farðu í skref 3.

Skref 3

Athuga tengingar prentarans.

  1. Prenta uppsetningarsíðu netkerfis. Frá heimaskjánum, snertu Stillingar > Skýrslur > Netkerfi > Uppsetningarsíða netkerfis.

  2. Athuga stöðu netkerfis prentarans


Er prentarinn tengdur við netkerfið?

Farðu í skref 5.

Farðu í skref 4.

Skref 4

  1. Tengja prentarann við netkerfið.

  2. Skannaðu skjalið.


Getur þú skannað skjal til tölvu?

Vandamálið er leyst.

Farðu í skref 5.

Skref 5

  1. Vertu viss um að prentarinn og tölvan séu tengd við sama netkerfið.

  2. Skannaðu skjalið.


Getur þú skannað skjal til tölvu?

Vandamálið er leyst.

Hafðu samband við stuðning viðskiptavina.


Get ekki skannað til möppu á netinu

Aðgerð

Nei

Skref 1

  1. Búa til flýtivísi fyrir möppu netkerfis

  2. Skanna skjal með því að nota flýtivísi. Varðandi frekari upplýsingar, sjá Skanna í möppu á netinu.


Getur þú skannað skjal og vistað það í möppu í netkerfi?

Vandamálið er leyst.

Farðu í skref 2.

Skref 2

Gangtu úr skugga um að vefslóð að möppu netkerfis og snið séu rétt. Til dæmis, //netþjónn_hýsisheiti/heitimöppu/slóð, þar sem netþjónn_hýsisheiti er fullgilt lén (FQDN) eða IP-tala.


Er vefslóð möppu netkerfis og snið rétt?

Farðu í skref 3.

Farðu í skref 4.

Skref 3

Gakktu úr skugga um að þú hafir heimild til skrifaðgangs að netmöppunni.


Getur þú skannað skjal og vistað það í möppu í netkerfi?

Vandamálið er leyst.

Farðu í skref 4.

Skref 4

Uppfæra flýtivísi að möppu netkerfis.

  1. Opnaðu vafra og skráðu IP-tölu prentarans í svæði vistfangs.

    Athugasemdir:

    • Skoða IP-tölu prentara á heimaskjánum. IP-talan birtist sem fjögur sett af tölum sem eru aðskildar af punktum, svo sem 123.123.123.123.
    • Ef verið er að nota staðgengilsþjón (proxy), gerðu hann óvirkan tímabundið til að opna vefsíðuna rétt.
  2. Smelltu á Flýtivísar, og veldu síðan flýtivísi.

    Athugasemd: Ef þú ert með margar gerðir flýtivísa, veldu þá Möppu netkerfis.

  3. Í svæði Slóð deilingar skráðu vefslóð að möppu netkerfis.

    Athugasemdir:

    • E þín slóð deilingar er \\netþjónn_hýsisheiti\heitimöppu\slóð, skráðu þá //netþjónn_hýsisheiti/heitimöppu/slóð.
    • Gakktu úr skugga um að þú notir skástrik hallandi fram þegar þú slærð inn slóð deilingar.
  4. Frá valmynd Sannvottun veldu aðferð sannvottunar.

    Athugasemd: Ef Sannvottun er stillt á „Nota úthlutað notendanafn og aðgangsorð“ skráðu þá skilríkin þín í svæðin Notendanafn og Aðgangsorð.

  5. Smelltu á Vista.


Getur þú skannað skjal og vistað það í möppu í netkerfi?

Vandamálið er leyst.

Farðu í skref 5.

Skref 5

Vertu viss um að prentarinn og mappa netkerfis séu tengd við sama netkerfið.


Getur þú skannað skjal og vistað það í möppu í netkerfi?

Vandamálið er leyst.

Hafa samband við stuðning viðskiptavina.


Afrit að hluta af skjali eða mynd

Aðgerð

Nei

Skref 1

  1. Vertu viss um að skjalið eða myndin sé sett snúandi niður í efra vinstra horni á gleri skannans.

  2. Afrita skjalið eða ljósmynd.


Afritaðist skjalið eða mynd rétt?

Vandamálið er leyst.

Farðu í skref 2.

Skref 2

  1. Stilltu samsvarandi stærð á pappír og á pappírnum sem var hlaðið í skúffuna.

  2. Afrita skjalið eða ljósmynd.


Afritaðist skjalið eða mynd rétt?

Vandamálið er leyst.

Hafðu samband við stuðning viðskiptavina.


Léleg gæði á afriti

Aðgerð

Nei

Skref 1

  1. Hreinsaðu gler á skanna og gler á sjálfvirkum matara með rökum, lófríum klút. Ef prentarinn þinn er með annað gler á sjálfvirkum matara inni í mataranum, þá skal einnig hreinsa þetta gler.

    Varðandi frekari upplýsingar, sjá Skanninn hreinsaður.

  2. Vertu viss um að skjalið eða myndin sé sett snúandi niður í efra vinstra horni á gleri skannans.

  3. Afritaðu skjalið eða myndina.


Eru gæði afritsins ásættanleg?

Vandamálið er leyst.

Farðu í skref 2.

Skref 2

  1. Athugaðu gæðin á upprunalega skjalinu eða myndinni.

  2. Stilltu gæðastillingar skönnunar.

  3. Afritaðu skjalið eða myndina.


Eru gæði afritsins ásættanleg?

Vandamálið er leyst.

Hafa samband stuðning viðskiptavina.


Lóðréttar dökkar rákir þegar skannað er frá sjálfvirkum matara

Síða með röndóttum láréttum línum

Aðgerð

Nei

  1. Opnaðu lokið á skannanum.

  2. Notaðu rakan, mjúkan og lófrían klút og þurrkaðu glerið og púðann í sjálfvirka mataranum.

  3. Lokaðu loki á skannanum.

  4. Skannaðu skjalið.


Sjást lóðréttar rákir á skönnuðum skjölum?

Hafa samband við stuðning viðskiptavina.

Vandamálið er leyst.


Skörðótt mynd eða texti við skönnun frá sjálfvirka mataranum

Síða með skörðóttri mynd eða taxta.

Aðgerð

Nei

  1. Settu 50 blöð af hreinum, venjulegum pappír í sjálfvirka matarann.

    Athugasemd: Venjulegur pappír hjálpar til við að hreinsa eða fjarlægja ryk og aðra húðun af færslurúllum sjálfvirks matara.

  2. Frá heimaskjá, snertu sendihnappinn.

  3. Settu upphaflegt skjal í sjálfvirka matarann.

  4. Skannaðu skjalið.


Birtast skörðóttar myndir eða textar á úttakinu?

Hafðu samband við stuðning viðskiptavina.

Vandamálið er leyst.


Verk í skönnun heppnaðist ekki

Aðgerð

Nei

Skref 1

Athugaðu tengingar kapla.

  1. Vertu viss um að Ethernet- eða USB-kapall sé tryggilega tengdur við tölvuna og prentarann.

  2. Endursendu verkið sem verið er að skanna.


Heppnaðist verkið í skönnun?

Vandamálið er leyst.

Farðu í skref 2.

Skref 2

Athugaðu skrána sem þú vilt skanna.

  1. Vertu viss um að skráarheitið sé ekki þegar í notkun í möppu ákvörðunarstaðar.

  2. Vertu viss um að skjalið eða myndin sem þú vilt skanna sé ekki opin í öðru forriti.

  3. Endursendu verkið sem verið er að skanna.


Heppnaðist verkið í skönnun?

Vandamálið er leyst.

Farðu í skref 3.

Skref 3

  1. Vertu viss um að gátreitir fyrir Breyta tímastimpli eða Yfirskrifa núverandi skrá séu valdir í stillingum fyrir móttökustað.

  2. Endursendu verkið sem verið er að skanna.


Heppnaðist verkið í skönnun?

Vandamálið er leyst.

Hafðu samband við stuðning viðskiptavina.


Skanninn lokast ekki

Aðgerð

Nei

Fjarlægðu hindrun sem heldur loki á skanna opnu.


Lokaðist lokið á skannanum rétt?

Vandamálið er leyst.

Hafa samband við stuðning viðskiptavina.


Skönnun tekur of langan tíma eða tölvan frýs

Aðgerð

Nei

Loka öllum forritum sem trufla skönnunina.


Tekur skönnun enn of langan tíma eða frýs tölvan?

Hafðu samband við stuðning viðskiptavina.

Vandamálið er leyst.


Skanninn svarar ekki

Aðgerð

Nei

Skref 1

  1. Athugaðu að rafmagnssnúran sé rétt tengd við prentarann og rafmagnsinnstungu.

    staðalavarúðartákn VARÚЗHUGSANLEG HÆTTA: Til að koma í veg fyrir hættu á eldsvoða eða raflosti tengið rafmagnssnúruna við innstungu með viðeigandi getu og rétta jarðtengingu sem er nálægt vörunni og auðveldlega aðgengileg.

  2. Afrita eða skanna skjalið.


Er skanninn að svara?

Vandamálið er leyst.

Farðu í skref 2.

Skref 2

  1. Athugun á hvort kveikt sé á prentaranum.

  2. Leystu úr villuboðum sem birtast á skjánum.

  3. Afrita eða skanna skjalið.


Er skanninn að svara?

Vandamálið er leyst.

Farðu í skref 3.

Skref 3

  1. Slökktu á prentaranum, bíddu í um það bil 10 sekúndur, og kveiktu síðan á prentaranum aftur.

  2. Afrita eða skanna skjalið.


Er skanninn að svara?

Vandamálið er leyst.

Hafa samband stuðning viðskiptavina.


Aðlaga stillingu á skanna

  1. Frá heimaskjánum, snertu Stillingar > Tæki > Viðhald > Uppsetningarvalmynd > Uppsetning skanna > Handvirk stilling á skanna.

  2. Frá valmynd Prenta fljótvirka prófun, snertu Gangsetja.

  3. Settu síðu fyrir fljótvirka prófun á gler skannans, og snertu síðan Stilling á flatskanna.

  4. Frá valmynd fyrir fljótvirka prófun afritunar, snertu Gangsetja.

  5. Berðu saman prófunarsíðu fyrir fljótvirka afritun við upphaflega skjalið.

    Athugasemd: Ef spássíur á prófunarsíðu eru frábrugðnar upphaflega skjalinu, stilltu þá vinstri spássíu og spássíu að ofan.
  6. Endurtaktu skref 4 og skref 5 þar til spássíur á prófunarsíðu fyrir fljótvirka afritun passa nálægt því við upphaflega skjalið.

Stilla staðsetningu sjálfvirks matara

  1. Frá heimaskjánum, snertu Stillingar > Tæki > Viðhald > Uppsetningarvalmynd > Uppsetning skanna > Handvirk stilling á skanna.

  2. Frá valmynd Prenta fljótvirka prófun, snertu Gangsetja.

  3. Settu síðu fyrir fljótvirka prófun í bakka sjálfvirks matara.

  4. Snertu Stilling á sjálfvirkum matara að framan eða Stilling á sjálfvirkum matara að aftan.

    Athugasemdir:

    • Til að stilla sjálfvirkan matara að framan, settu prófunarsíðuna snúandi upp, stutta brúnin á undan í sjálfvirka matarann.
    • Til að stilla sjálfvirkan matara að aftan, settu prófunarsíðuna snúandi niður, stutta brúnin á undan í sjálfvirka matarann.
  5. Frá valmynd fyrir fljótvirka prófun afritunar, snertu Gangsetja.

  6. Berðu saman prófunarsíðu fyrir fljótvirka afritun við upphaflega skjalið.

    Athugasemd: Ef spássíur á prófunarsíðu eru frábrugðnar upphaflega skjalinu, stilltu þá lárétta stillingu og spássíu að ofan.
  7. Endurtaktu skref 5 og skref 6 þar til spássíur á prófunarsíðu fyrir fljótvirka afritun passa nálægt því við upphaflega skjalið.