Setja upp og uppfæra hugbúnað, prentrekla og fastbúnað

Setja upp hugbúnað prentara

Athugasemdir:

  1. Náðu í afrit af uppsetningarbúnaði hugbúnaðar.

  2. Keyrðu uppsetningarforritið og fylgdu leiðbeiningum sem birtast á tölvuskjánum.

Setja upp faxrekilinn

  1. Farðu á www.lexmark.com/downloads, leitaðu að þinni gerð prentara, og hladdu síðan niður viðeigandi uppsetningarpakka.

  2. Á tölvunni þinni, smelltu á Eiginleika prentara, og farðu síðan á flipann Uppsetning.

  3. Veldu Fax, og smelltus íðan á Nota.

Bæta prenturum við tölvu

Gerðu eitt af eftirfarandi, áður en þú byrjar:

Fyrir Windows-notendur
  1. Frá tölvunni, settu upp prentrekilinn.

    Athugasemd: Varðandi frekari upplýsingar, sjá Setja upp hugbúnað prentara.
  2. Opnaðu Prentarar og skannar, og smelltu síðan á Bæta við prenarar eða skanner.

  3. Það fer eftir gerð á þínum prentara, gerðu eitt af eftirfarandi:

    • Vedlu prentarann úr listanum, og smelltu síðan á Bæta við tæki.

    • Smelltu á Sýna Wi-Fi Direct prentara, veldu prentara, og smelltu síðan á Bæta við tæki.

    • Smelltu á Prentarinn sem mig vantar er ekki á lista, og síðan í glugganum Bæta við prentara gerðu eftirfarandi:

      1. Veldu Bæta við prentara sem notar TCP/IP-tölu eða hýsiheiti, og smelltu síðan á Næst.

      2. Í svæðinu „Hýsiheiti eða IP-tala“ skráðu IP-tölu prentarans, og smelltu síðan áNæst.

        Athugasemdir:

        • Skoða IP-tölu prentara á heimaskjá prentarans. IP-talan birtist sem fjögur sett af tölum sem eru aðskildar af punktum, svo sem 123.123.123.123.
        • Ef verið er að nota staðgengilsþjón (proxy), gerðu hann óvirkan tímabundið til að opna vefsíðuna rétt.
      3. Veldu prentrekil og smelltu síðan á Næst.

      4. Veldu Nota þann prentrekil sem er uppsettur núna (meðmælt), og smelltu síðan á Næst.

      5. Skráðu heiti prentara, og smelltu síðan á Næst.

      6. Veldu valkost deilingar prentara, og smelltus íðan á Næst.

      7. Smelltu á Ljúka.

Fyrir Macintosh-notendur
  1. Frá tölvunni, opnaðu Prentarar og skannar.

  2. Pikkaðu á tákn til að bæta við, og veldu síðan prentara.

  3. Í valmynd Nota, veldu prentrekil.

    Athugasemdir:

    • Til að nota Macintosh prentrekilinn, veldu annað hvort AirPrint eða Secure AirPrint.
    • Ef þú vilt sértæka eiginleika prentunar, veldu þá Lexmark prentrekilinn. Til að setja upp rekilinn, sjá Setja upp hugbúnað prentara.
  4. Bæta við prentara.

Uppfæra fastbúnað

Uppfærðu fastbúnað prentarans reglulega til að bæta frammistöðu prentarans og lagfæra vandamál.

Varðandi nánari upplýsingar um uppfærslu á fastbúnaði, hafðu samband við þinn söluaðila Lexmark.

Til að sækja nýjasta fastbúnað, farðu á www.lexmark.com/downloads, og leitaðu síðan að þinni gerð prentara.

  1. Opnaðu vafra og skráðu IP-tölu prentarans í svæði vistfangs.

    Athugasemdir:

    • Skoða IP-tölu prentara á heimaskjá prentarans. IP-talan birtist sem fjögur sett af tölum sem eru aðskildar af punktum, svo sem 123.123.123.123.
    • Ef verið er að nota staðgengilsþjón (proxy), gerðu hann óvirkan tímabundið til að opna vefsíðuna rétt.
  2. Smelltu á Stillingar > Tæki > Uppfæra fastbúnað.

  3. Gerðu annað hvort af eftirfarandi:

    • Smelltu á Athuga varðandi uppfærslur > Ég samþykki, hefja uppfærslu.

    • Hlaða upp flasskrá.

      1. Skoða flass-skrána.

        Athugasemd: Vertu viss um að hafa dregið út zip-skrá fastbúnaðar.
      2. Smelltu á Hlaða upp > Byrja.

Flytja út eða flytja inn uppsetningarskrá.

Þú getur flutt uppsetningarstillingar út í textaskrá, og flutt síðan skrána inn til að beita stillingum á aðra prentara.

  1. Opnaðu vafra og skráðu IP-tölu prentarans í svæði vistfangs.

    Athugasemdir:

    • Skoða IP-tölu prentara á heimaskjá prentarans. IP-talan birtist sem fjögur sett af tölum sem eru aðskildar af punktum, svo sem 123.123.123.123.
    • Ef verið er að nota staðgengilsþjón (proxy), gerðu hann óvirkan tímabundið til að opna vefsíðuna rétt.
  2. Í innfellda vefþjóninum, smelltu á Flytja út uppsetningu eða Flytja inn uppsetningu.

  3. Fylgdu leiðbeiningum á skjánum.

  4. Ef prentarinn styður forrit, framkvæmdu þá eftirfarandi:

    1. Smelltu á Forrit > veldu forritið > Setja upp.

    2. Smelltu á Flytja út eða Flytja inn.

Bæta við tiltækum valkostum í prentrekli

Fyrir Windows-notendur

  1. Opnaðu möppu fyrir prentara.

  2. Veldu prentarann sem þú vilt uppfæra, og gerðu síðan annað af eftirfarandi:

    • Fyrir Windows 7 eða nýrra, veldu Eiginleika prentara.

    • Fyrir eldri gerðir, veldu Eiginleikar.

  3. Farðu í flipa fyrir stillingar og veldu síðan Uppfæra núna - spyrja prentara.

  4. Beittu breytingunum.

Fyrir Macintosh-notendur

  1. Frá kjörstillingum kerfis í Apple-valmyndinni, farðu í þinn prentara og veldu síðan Valkostir & Birgðir.

  2. Farðu í lista yfir valkosti vélbúnaðar og bættu síðan við uppsettum valkostum.

  3. Beittu breytingunum.